Væri stórfrétt værum við í eigu 365?

Einstakur viðburður í íslensku sjónvarpi (vefvarpi) verður á SportTV.is á laugardaginn. Þá verða þrír tvíhöfðar, þ.e. sex leikir í þremur íþróttagreinum, blaki, handbolta og körfubolta, þrír leikir í karlaflokki og þrír í kvennaflokki, sýndir beint á SportTV.is. Engin sjónvarpsstöð hefur sýnt eins marga innlenda íþróttaviðburði á einum degi beint í íslensku sjónvarpi enda fjallar engin sjónvarpsstöð eins vel um íslenskar íþróttir og SportTV.is.

Nú er það svo að hvorki Ríkið né 365 eiga SportTV. Fyrirtækið er lítið sprotafyrirtæki sem er í sjálfu sér ekki í samkeppni við neinn annan fjölmiðil þar sem enginn annar fjölmiðill sérhæfir sig í sýningum á íslensku íþróttaefni. Engu að síður hefur enginn fjölmiðill séð ástæðu til að fjalla um þennan einstaka viðburð á laugardaginn en fréttatilkynning var send á alla helstu fjölmiðla landsins í vikunni. Því veltir maður því fyrir sér hvort þetta væri ekki stórfrétt hjá flestum fjölmiðlum landsins ef við værum í eigu 365 líkt og "útþurrkun" (wipeout) hefur tröllriðið flestum miðlum 365 síðasta mánuðinn?

Hvað sem því líður þá verður þessi þrefaldi tvíhöfði í beinni á laugardaginn og verður það skemmtilegur endir á stórri viku á SportTV þar sem þrettán beinar útsendingar voru á sex dögum. Allt íslenskt íþróttaefni.

Laugardagur:
13:30 Stjörnuleikur kvenna (körfubolti)
15:30 Stjörnuleikur karla (körfubolti)

14:00 Valur - HK N1 deild kvenna (handbolti)
16:00 Valur - FH N1 deild karla (handbolti)

14:00 HK - KA Mikasa deild kvenna (blak)
16:00 HK - KA Mikasa deild karla (blak)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband