Kvennaíþróttir fá mikla athygli á SportTV.is

Þó ekkert pláss hafi verið fyrir kvennafótboltann í sjónvarpinu í sumar fá konurnar sem stunda vetraríþróttir mikla athygli á SportTV.is. Nú þegar hafa fjölmargir leikir í N1 deild kvenna og Iceland Express deild kvenna verið sýndir í vetur auk þess sem einn leikur úr Mikasa deild kvenna í Blaki var nýverið í beinni. Ekki má gleyma því að SportTV sýnir reglulega fimleikamót þar sem bæði kynin fá að njóta sín.

Þess má einnig geta að leikur Njarðvíkur og Snæfells í Iceland Express deild kvenna í körfubolta verður í beinni útsendingu í kvöld frá Njarðvík. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og útsending nokkrum mínútum fyrr.


mbl.is Íslandsmót kvenna var aldrei í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Skil ekki þetta væl þar sem íslenskt mótorsport fær akkurat enga athygli fjölmiðla nema þá helst torfæran.

Í kvartmílunni hafa konur verið að koma mjög sterkar inn síðastliðinn ár og hafa unnið íslandsmeistaratitla bæði í mótorhjólum og bílum. ATH í kvartmílunni er ekki skipt í lið, flokka eftir kyni heldur keppa bæði kynin jöfn við hvort annað.

Jón Þór Bjarnason (IP-tala skráð) 27.11.2009 kl. 14:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband