FH - Fylkir í N1 deild kvenna í beinni í kvöld

Þriðja beina útsending vikunnar af þrettán á SportTV.is verður í kvöld þegar leikur FH og Fylkis í N1 deild kvenna verður sýndur beint. Hér að neðan má sjá þá leiki sem á eftir að sýna í vikunni.

Þriðjudagur:
19:30 FH - Fylkir N1 deild kvenna (handbolti)

Miðvikudagur:
20:00 Stjarnan - Þróttur Reykjavík Mikasa deild karla (blak)

Fimmtudagur:
19:00 Akureyri - Haukar N1 deild karla (handbolti)
19:30 HK - Grótta N1 deild karla (handbolti)

Föstudagur:
20:00 Fylkir - KA Mikasa deild kvenna (blak)

Laugardagur:
13:30 Stjörnuleikur kvenna (körfubolti)
15:30 Stjörnuleikur karla (körfubolti)

14:00 Valur - HK N1 deild kvenna (handbolti)
16:00 Valur - FH N1 deild karla (handbolti)

14:00 HK - KA Mikasa deild kvenna (blak)
16:00 HK - KA Mikasa deild karla (blak) 


Seinni leikur dagsins líka í beinni

Eftir þennan frábæra leik í Hafnarfirði er ekki úr vegi að benda öllum þeim sem vilja sjá meiri hágæðahandbolta í dag á að seinni leikur dagsins í átta liða úrslitum bikarkeppninnar, viðureign Selfoss og HK, verður í beinni útsendingu á SportTV.is og hefst leikurinn klukkan 19:00. Útsending hefst nokkrum mínútum áður.
mbl.is Haukar sigruðu í Kaplakrika eftir tvíframlengdan leik
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kvennaíþróttir fá mikla athygli á SportTV.is

Þó ekkert pláss hafi verið fyrir kvennafótboltann í sjónvarpinu í sumar fá konurnar sem stunda vetraríþróttir mikla athygli á SportTV.is. Nú þegar hafa fjölmargir leikir í N1 deild kvenna og Iceland Express deild kvenna verið sýndir í vetur auk þess sem einn leikur úr Mikasa deild kvenna í Blaki var nýverið í beinni. Ekki má gleyma því að SportTV sýnir reglulega fimleikamót þar sem bæði kynin fá að njóta sín.

Þess má einnig geta að leikur Njarðvíkur og Snæfells í Iceland Express deild kvenna í körfubolta verður í beinni útsendingu í kvöld frá Njarðvík. Leikurinn hefst klukkan 19:15 og útsending nokkrum mínútum fyrr.


mbl.is Íslandsmót kvenna var aldrei í beinni útsendingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Allt efni aðgengilegt

Að gefnu tilefni er vert að minna á að allar beinar útsendingar SportTV.is er hægt að sjá undir "Allt Efni" á heimasíðu okkar, SportTV.is. Við höfum sýnt beint frá handbolta, körfubolta, hnefaleikum, fimleikum, blaki, Jiu Jitsu, fitness og íshokkíi. Það er um að gera að skoða það!

Í beinni á SportTV.is

Báðir leikirnir í N1 deild karla í kvöld verða í beinni á SportTV.is. Útsending mun hefjast um 10 mínútum fyrir leik. Ekki missa af því ef þú kemst ekki á völlinn.

Leikir kvöldsins á SportTV.is:
19:30 FH - Fram
19:30 Grótta - Stjarnan


mbl.is Einar stýrir Fram í kvöld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Stjörnuliðin valin í beinni

Núna klukkan 14:00 í dag velja þjálfarar Stjörnuliðanna í körfubolta lið sín fyrir Stjörnuleikina sem fram fara laugardaginn 12. desember. Hægt er að fylgjast með valinu í beinni útsendingu á SportTV.is.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband