17.12.2009 | 13:31
SportTV.is hlutinn tekinn út úr fréttinni
Það vekur óneitanlega athygli að í frétt mbl.is sé eitt atriði tekið út úr fréttatilkynningunni sem Handknattleikssambandið sendi út rétt fyrir klukkan 12. Það að allir leikir mótsins verða sýndir beint á SportTV.is, hver ástæða þess sé skal ósagt látið en hér má sjá alla fréttatilkynninguna í heild sinni:
Flugfélags Íslands Deildarbikarinn 2009
Milli jóla og nýárs mun fara fram keppni um Deildarbikar HSÍ en sú keppni hefur verið haldin á þessum tíma undanfarin 2 ár. Í ár ber keppnin heitið Flugfélags Íslands Deildarbikarinn.
4 efstu lið í N1 deildum karla og kvenna fara í keppnina og er miðað við stöðu liðanna eftir seinustu umferð fyrir jól þar sem allir hafa leikið jafn marga í leiki.
Í karlaflokki eru það Haukar, FH, Akureyri og Valur og í kvennaflokki er það Valur, Stjarnan, Fram og Haukar.
Leikið verður í Íþróttahúsinu Strandgötu í Hafnarfirði.
Miðaverð er 1.000 kr fyrir hvorn dag, fyrir 16 ára eldri, en frítt inn fyrir 15 ára og yngri.
Allir leikir mótsins verða sýndir beint á www.sporttv.is.
Leikjaplanið er eftirfarandi:
Sunnudagur 27.desember 2009 | ||
FÍ Deildarbikar kvk | kl.12.00 | Valur - Haukar |
FÍ Deildarbikar ka | kl.14.00 | Haukar - Valur |
FÍ Deildarbikar ka | kl.16.00 | FH - Akureyri |
FÍ Deildarbikar kvk | kl.18.00 | Stjarnan - Fram |
Mánudagur 28.desember 2009 | ||
FÍ Deildarbikar ka | kl.18.00 | Úrslit |
FÍ Deildarbikar kvk | kl.20.00 | Úrslit |
![]() |
Leikið í Strandgötu á nýjan leik |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Sport.is er heldur ekki með þanna sporttv hluti í frétt um þetta á síðunnu sinni. Ættir að kíkja á það líka :-D
Óskar (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 13:51
Það er e.t.v. líka rétt að taka það fram að ég er ekki frá því að FH hafi spilað deildarleiki sína þarna er þeir spiluðu í næstefstu deild hér um árið.
B (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 16:37
Fhingar spiluðu í það minnsta gegn víking í strandgötunni fyrir 2árum
Bjarki (IP-tala skráð) 17.12.2009 kl. 17:06
Þeir gerðu það að hluta til meðan framkvæmdir við Kaplakrika gerðu fólki nánast ókleift að komast í húsið
Rúnar Sigurður Sigurjónsson, 17.12.2009 kl. 18:26
Bíðum nú við??? Eru FH með í mörgum íþróttum?
Hélt þeir héldu aðeins út þessu aðkeypta fótboltafélagi!!
S. Lúther Gestsson, 18.12.2009 kl. 23:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.