11.12.2009 | 10:24
Blak í beinni í kvöld
Einn leikur er í beinni útsendingu á SportTV.is í kvöld. Fylkir tekur á móti KA í Mikasa deild kvenna í blaki klukkan 20:00. Útsending hefst skömmu áður.
KA er eina ósigraða lið deildarinnar með 8 stig úr fjórum leikjum en Fylkir er einnig með 8 stig en úr fimm leikjum. Það er því sannkallaður toppslagur í boði fyrir þá áhorfendur sem leggja leið sína í Fylkishöllina eða sitja fyrir framan skjáinn og horfa á SportTV.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.